Lóa – nýsköpunarstyrkir fyrir landsbyggðina

DalabyggðFréttir

Opnað hefur verið fyrir umsóknir í Lóu – nýsköpunarsjóð. Sjóðurinn, sem er í höndum Hvín, er ætlaður nýsköpunarverkefnum á landsbyggðinni.

Áherslur Lóu nýsköpunarstyrkja árið 2023 eru verkefni sem komin eru af byrjunarstigi og tengjast samfélagslegum áskorunum á borð við loftslagsmál, sjálfbærni í heilbrigðis- og menntamálum og sjálfbærni í matvælaframleiðslu.

Heildarfjárhæð Lóu árið 2023 er 100 milljónir króna og getur hvert verkefni fengið að hámarki 20% af heildarúthlutun sjóðsins. Mótframlag umsækjanda þarf að vera 30% af styrkupphæð. . Umsóknarfrestur er til 27. mars 2023.

Þeir sem eru að vinna að hugmyndum geta m.a. leitað til atvinnuráðgjafa SSV eftir aðstoð við umsóknir.

  • Var efni síðunnar hjálplegt?
  • Nei