Ráðstefna um byggingararf, skipulag og list í landslagi
á Bifröst 27. september 2008 kl. 13:00 til 16:00. Menningarráð Vesturlands og Háskólinn á Bifröst halda sameiginlega ráðstefnu um byggingararfinn, skipulag, íslenska byggingarlist í dreifbýli og list í landslagi.
|
Ráðstefnan er öllum opin og hvetjum við alla sem hafa áhuga á menningarstarfi, skipulagsstarfi og listum að taka þátt.
Aðgangur að ráðstefnunni er ókeypis.
Fundarstjóri er Njörður Sigurjónsson, forstöðumaður Rannsóknarmiðstöðvar Háskólans á Bifröst Ráðstefnunni lýkur með umræðum sem Njörður Sigurjónsson stjórnar, þátttakendur verða nemendur í menningarstjórnun við Háskólann á Bifröst, nemendur í umhverfisskipulagi og skipulagsfræði við Landbúnaðarháskóla Íslands, fulltrúar skipulagsnefnda sveitarfélaganna og aðrir áhugamenn um menningu á landsbyggðinni. Nemendur Landbúnaðarháskólans sýna verkefni fyrir framan ráðstefnusalinn. Að loknum umræðum verður farið í Jafnaskarðsskóg og notið listsýningar í skóginum og veitinga. Jafnaskarðsskógur er aðeins í nokkurra mínútna fjarlægð frá Bifröst, ekið er niður með Hreðavatni. Góð bílastæði eru í 5 mínútna göngufæri frá listsýningunni. Dagskrá: |
frá Melaleiti Hvalfjarðarsveit: „Landslagsmenning”.
„Að gera gömlu húsi til góða og skapa því verkefni”.
Umræður