Menningarfulltrúi Vesturlands í Dalabyggð

DalabyggðFréttir

Elísabet Haraldsdóttir menningarfulltrúi verður til viðtals í stjórnsýsluhúsinu í Búðardal mánudaginn 20. okt. kl. 16:00
Dalamenn eru hvattir til að koma og hitta Elísabetu varðandi styrkumsóknir Menningarráðs Vesturlands fyrir 2009.
Umsóknarfrestur rennur út 10. desember 2008.
Áherslur fyrir árið 2009 eru:
• Nýsköpun á sviði lista og menningarstarfs
• Menningarverkefni sem efla atvinnustarfsemi á sviði menningar og lista
• Menningarverkefni sem efla menntun í listum, bókmenntum og sagnahefð
• Framsækin menningarferðaþjónusta
• Sérstakt vægi fá verkefni sem stuðla að samstarfi á milli svæða á Vesturlandi, eða samstarfi á landsvísu í menningarmálum.
  • Var efni síðunnar hjálplegt?
  • Nei