Sumarbingó Héraðsbókasafns Dalasýslu hefur staðið yfir í sumar fjórða árið í röð. Bingóið er lestrarátak Dalabyggðar yfir sumartímann fyrir börn á aldrinum 5-12 ára.
Lagt var upp með að börnin skili inn bingóspjaldinu sínu á Héraðsbókasafn Dalasýslu 12. og 14. ágúst og í september verður svo uppskeruhátíð þar sem þátttakendur fá að launum glaðning ásamt viðurkenningarskjali fyrir að hafa lokið við bingóið.
Bókasafnið er opið á þriðjudögum og fimmtudögum frá kl. 12:30 til 17:30.