
Á haustönn eru tvö námskeið í boði hér í Dölum á vegum Símenntunarmiðstöðvar Vesturlands. Laugardaginn 22. október verður námskeiðið „
Jóladúkur“ og miðvikudaginn 26. október hefst námskeiðið „
Mitt heimili á netinu„.
Auk námskeiða hér í Dölum er ekki löng leið að sækja önnur námskeið í boði í Borgarfirði og á Snæfellsnesi. Hægt er að kynna sér framboð á námskeiðum á vegum Símenntunarmiðstöðvar Vesturlands á heimsíðu þeirra
www.simenntun.is.

Ekki er heldur löng leið á Hólmavík þar sem Fræðslumiðstöð Vestfjarða býður upp á námskeið og fjarfundabúnað. Miðvikudaginn 12. október er námskeiðið „
Gamalt verður nýtt“ og þriðjudaginn 8. nóvember „
Tölvunámskeið fyrir lesblinda„. Mánaðarlega eru athyglisverðir fyrirlestrar um náttúrufræðileg efni gegnum fjarfundabúnað. Heimasíða Fræðlumiðstöðvar Vestfjarða er
www.frmst.is.
- Var efni síðunnar hjálplegt?
- JáNei