Netþjónusta Símans

DalabyggðFréttir

Samkvæmt upplýsingum Símans er Dalabyggð á áætlun hjá Símanum um uppfærslu búnaðar á fyrsta ársfjórðungi nýs árs.

Síminn hefur skoðað aðstæður í Búðardal og séu engar, ófyrirséðar, tæknilegar áskoranir fyrir hendi verður ráðist í uppfærslu á búnaði á fyrsta ársfjórðungi nýs árs. Búðardalur verður þá með fyrstu sveitarfélögum til að fá bætt net á nýju ári.
Uppfærslan verður til þess að hraði um netið eykst og bæjarbúar geta þá notið fullrar sjónvarpsþjónustu hjá Símanum.
Þeim sem telja hnökra vera á þjónustu Símans er bent á að hafa samband við þjónustuver í síma 800 7000.
  • Var efni síðunnar hjálplegt?
  • Nei