Vegna gatnagerð í Iðjubraut hefur eldra söfnunarsvæði fyrir garðaúrgang verið aflagt. Íbúar eru beðnir um að losa ekki þar þó að hluti af haugunum sé þar enn.
Búið er að koma upp svæði fyrir gróðurúrgang (gras og tré/greinar)norðan við Búðardal ofan við skógræktina. Þangað er hægt að fara með gras- og trjáúrgang, en ekki jarðveg. Jarðveg má losa á fyllingarsvæðið við þjóðveginn sunnan við þorpið. Nánari leiðbeiningar um aðkomu að stöðunum, umgengni o.fl. má finna á sérstakri síðu um garðaúrgang.
Mikilvægt er að flokkun sé góð og að annað rusl fylgi ekki með (blómapottar, ruslapokar, steypa, járn…). Allur þessi úrgangur fer í endurnýtingu með ýmsum hætti. Fyrirspurnum og ábendingum skal koma á framfæri til skrifstofu sveitarfélagsins.