Við kynnum nýjung á Héraðsbókasafni Dalasýslu: Dalafræ – fræbanki fyrir áhugasama ræktendur.
Hugmyndin gengur út á að fólk getur komið með afgangsfræ og/eða umframmagn af fræjum, skilið eftir í þessum kassa og aðrir notið góðs af og skipt út ef fræbankinn geymir eitthvað sem viðkomandi á ekki. Ekki er skilyrði að eiga fræ til að skipta.
Fræbankinn verður opnaður í dag en þá reynir á að einhverjir séu tilbúnir til að gefa Dalafræjum fyrstu fræin.
Með von um að vel verði tekið í þetta fyrirkomulag.