
Stjórn Ólafsdalsfélagsins vill þakka bæði þeim sem styrktu félagið með því að gefa vinninga og þeim sem keyptu miða í happdrættinu á Ólafsdalshátíðinni.
Þetta er annað árið sem félagið stendur fyrir happdrætti á Ólafsdalshátíð og er ágóðanum varið í að bjóða upp á Leikhópinn Lottu fyrir yngstu kynslóðina og vönduð tónlistaratriði.

Þrjú námskeið til viðbótar eru á næstunni á vegum Ólafsdalsfélagsins. Námskeið um sushi og þara verður 20. ágúst, ostagerð 3. september og torfhleðslunámskeið 3.-4. september.
Opið verður í Ólafsdal kl. 13-17 alla daga fram til 21. ágúst.