Ólafsdalshátíð

DalabyggðFréttir

Árleg Ólafsdalshátíð verður laugardaginn 8. ágúst með dagskrá frá kl. 10 um morguninn. Enginn aðgangseyrir er á hátíðina og allir velkomnir.
10.00-12.15 Gönguferð með leiðsögn um minjar í Ólafsdal og inn í Draugaskot í Hvarfsdal. Um 6 km ganga við allra hæfi.
11.00 Sala á miðum í Ólafsdalshappdrættinu hefst. Fyrsti vinningur eru flugmiðar fyrir tvo að eigin vali með Primera Air. Fjöldi annarra vinninga. Miðaverð er 500 kr.
12.00-17.00 Ólafsdalsmarkaður í fjósinu og sýningar í skólahúsinu. Lífrænt vottað Ólafsdalsgrænmeti, Erpsstaðaís, kræklingur frá Nesskel o.fl. Fjölbreyttur matar- og handverksmarkaður í fjósinu. Sýningar eru Ólafsdalsskólinn 1880-1907 á 1. hæð og Guðlaug og konurnar í Ólafsdal á 2. hæð.
13.00 Hátíðardagskrá.
Setning: Torfi Ólafur Sverrisson setur hátíðina.
Ræða: Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra og 1. þingmaður NV-kjördæmis.
Tónlist: Drengjakór íslenska lýðveldisins.
Erindi: Rögnvaldur Guðmundsson. „Meðan feitu fé vér smölum, framkvæmd hans ei gleymast kann…“
Erindi: Torfi og Guðlaug, Játvarður og Rósa: María Játvarðardóttir.
Tónlist: Drengjakór íslenska lýðveldisins.
Kynnir: Ingi Hans Jónsson sagnamaður frá Grundarfirði.
14.40 Ingi Hans Jónsson flytur brúðuleikrit um Búkollu úr sagnavagni sínum.
15.00-16.30 Ólafsdalsleikar fjölskyldunnar. Keppnisgreinar eru blindi bóndinn, hornakast, eggjavarp, rabarbarabalaþraut og reipitog. Stjórnendur eru Dagrún Ósk Jónsdóttir og Guðlaug G I Bergsveinsdóttir.
16.40 Dregið í Ólafsdalshappdrættinu.
Þá verða hestar teymdir undir börnum og virðulegar dráttarvélar úr Reykhólahreppi láta sjá sig. Kaffi, djús, kleinur og flatkökur á sanngjörnu verði. Netsamband er stopult í Ólafsdal og því er gestum ráðlagt að hafa með sér lausafé til að versla og taka þátt í happdrætti.

  • Var efni síðunnar hjálplegt?
  • Nei