Opið hús á Heilsugæslustöðinni í Búðardal

DalabyggðFréttir

Föstudaginn 27. nóvember verður opið hús á Heilsugæslustöðinni í Búðardal frá kl. 14:00 – 17:30.
Í tilefni af alþjóðadegi sykursjúkra verður boðið upp á blóðþrýstings- og blóðsykurmælingar í samstarfi við Lionsklúbb Búðardals.
Einnig gefst fólki kostur á að skoða stöðina og sjúkrabílana
ásamt því að kynna sér starfsemina og þann tækjakost sem er til staðar.
Fulltrúar frá Hollvinasamtökum Heilbrigðisstofnunar Vesturlands
munu afhenda heilsugæslustöðinni gjöf.
Allir íbúar á starfssvæði HVE í Dalabyggð og Reykhólahreppi
eru hjartanlega velkomnir.
  • Var efni síðunnar hjálplegt?
  • Nei