Opinn vinnufundur um ferðamál í Dölum verður mánudaginn 20. nóvember kl. 17 – 20 í Dalabúð.
Rædd verður staða og framtíðarsýn fólks varðandi ferðaþjónustu í sveitarfélaginu. Hvað hefur verið vel gert og hvað má betur fara.
Allir þeir íbúar Dalabyggðar sem hafa skoðanir á ferðaþjónustu eru hvattir til að mæta og leggja sitt að mörkum til að atvinnugreinin geti blómstrað á svæðinu í sátt við íbúa og umhverfi.
Súpa verður í boði sveitarfélagsins.