6.-7. bekkur Auðarskóla í samstarfi við Héraðsbókasafn Dalasýslu standa fyrir örsýningu í stigagangi Stjórnsýsluhússins þessa dagana.
Nemendur fengu kynningu á listamanninum Jackson Pollock og list hans.
Þeir unnu verk með „action painting“ og á meðan það þornaði teiknuðu nemendur tákn eða upphafsstarfi sína í hvarfpunkt, klipptu út og límdu á verkið.
Við hvetjum íbúa og gesti til að kíkja á verkin ef leiðin liggur í Stjórnsýsluhúsið.