Óskað eftir aðilum í nefndarstörf

DalabyggðFréttir

Nýkjörin sveitarstjórn Dalabyggðar óskar eftir því að einstaklingar sem hafa áhuga á að starfa í nefndum Dalabyggðar 2022-2026 gefi kost á sér með því að senda tölvupóst á dalir@dalir.is eða hafa samband við skrifstofu Dalabyggðar í síma 430-4700.

Sveitarstjórn mun skipa í flestar nefndir á 221. fundi sveitarstjórnar þann 16. júní nk. Þeir sem hafa áhuga á nefndarstörfum þurfa því að gefa sig fram fyrir 10. júní nk. með því að senda póst og/eða hafa samband.

Nefndirnar sem um ræðir eru nefndir skv. A-hluta 48. gr. samþykkta um stjórn sveitarfélagsins Dalabyggðar:

  1.  Kjörstjórn við sveitarstjórnar- og alþingiskosningar (3 aðalmenn og 3 varamenn)
  2. Umhverfis- og skipulagsnefnd skv. 6. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 (5 aðalmenn og 5 varamenn)
  3. Félagsmálanefnd (3 aðalmenn og 3 varamenn. Nefndin tilnefnir úr sínum röðum einn aðal- og einn varamann í barnaverndarnefnd Borgarfjarðar og Dala.)
  4. Fræðslunefnd (5 aðalmenn og 5 varamenn)
  5. Menningarmálanefnd (3 aðalmenn og 3 varamenn)
  6. Atvinnumálanefnd (5 aðalmenn og 5 varamenn)
  7. Fjallskilanefndir (3 fulltrúar í hverja nefnd og 1 til vara – 2 til vara í Suðurdölum) Nefndirnar eru: Fjallskilanefnd Skógarstrandar, fjall­skila­nefnd Suðurdala, fjallskilanefnd Laxárdals, fjallskilanefnd Hvammssveitar, fjallskila­nefnd Fellsstrandar, fjallskilanefnd Skarðsstrandar og fjallskilanefnd Saurbæjar.

 

Fyrir hönd nýkjörinnar sveitarstjórnar

Eyjólfur Ingvi Bjarnason, oddviti

  • Var efni síðunnar hjálplegt?
  • Nei