Haustfagnaður FSD

DalabyggðFréttir

Haustfagnaður FSD 2016 verður haldinn dagana 21.-22. október. Hrúta- og gimbrasýningar verða á Svarfhóli í Laxárdal norðan girðingar og á Vatni í Haukadal sunnan girðingar. Þá verður sviðaveisla, hagyrðingar, dansleikir, Íslandsmeistaramótið í rúningi, ljósmyndakeppni (þemað í ár er smalinn), grillveisla, kynningar, sölusýningar ásamt fleiru. Dansleikurinn á laugardagskvöldinu í Dalabúð verður með Buff. Nánari dagskrá verður birt þegar nær dregur. Haustfagnaður …

Skarðsstöð – Dýpkun og grjótvörn

DalabyggðFréttir

Dalabyggð óskar eftir tilboðum í dýpkun og grjótvörn við Skarðsstöð. Helstu verkþættir og magntölur eru · dýpkun í smábátahöfn í -2 m, magn um 240 m² · fylling og grjótvörn við steinbryggju, magn um 1.200 m³ Verkinu skal lokið eigi síðar en 1. desember 2016. Útboðsgögn verða seld hjá Vegagerðinni að Borgartúni 7 í Reykjavík (móttöku) og á skrifstofu Dalabyggðar …

Leyndardómar fjörunnar, þjóðtrú, ótti og óhugnaður

DalabyggðFréttir

Laugardaginn 10. september kl. 20 verður árleg þjóðtrúarkvöldvaka haldin á Sauðfjársetrinu í Sævangi á Ströndum. Dagrún Ósk Jónsdóttir sér um kvöldvökuna og Ester Sigfúsdóttir töfrar fram yfirnáttúrulegt kaffihlaðborð. Að þessu sinni eru á dagskrá þjóðtrúarkvöldvökunnar skemmtilegt og fróðlegt spjall um náttúruna, ísbirni, seli, fjöruna, þjóðtrú og þjóðsögur. Auk skemmtilestra sem einkenna þessa kvöldvöku verður boðið upp á viðeigandi tónlistaratriði sem …

MS Búðardal – atvinna í boði

DalabyggðFréttir

MS Búðardal óskar eftir áhugasömum einstaklingum til vélgæslu- og framleiðslustarfa í ostagerð. Um framtíðarstörf er að ræða. Nánari upplýsingar veita Lúðvík Hermannsson, ludvikh@ms.is og Elísabet Svansdóttir, elisabets@ms.is MS Búðardal framleiðir m.a. Dala-Feta og Dalaosta – gott handbragð úr Dölunum. Ostagerðarmenning MS Búðardal byrjaði árið 1977. Á næsta ári 2017 verða því liðin 40 ár frá því að fyrirtækið framleiddi fyrsta …

Samstarf í húsnæðismálum

DalabyggðFréttir

Alþingi hefur samþykkt ný lög um almennar íbúðir nr. 52/2016. Með lögunum er ríki og sveitarfélögum heimilt að veita stofnframlög til byggingar og kaupa á almennum íbúðum til að stuðla að því að í boði verði leiguíbúðir á viðráðanlegu verði fyrir þá sem þurfa á því að halda. Húsnæðissjálfseignastofnanir, sveitarfélög, lögaðilar og félagasamtök sem hafa hlotið samþykki ráðherra og hafa …

Verkstjóri heimaþjónustu

DalabyggðFréttir

Staða verkstjóra heimaþjónustu Dalabyggðar er laus til umsóknar. Þegar umsókn um heimaþjónustu hefur borist skrifstofu Dalabyggðar metur verkstjóri þjónustuþörf í samráði við umsækjanda og félagsráðgjafa, gengur frá þjónustusamningi og ræður starfsfólk til þjónustunnar. Verkstjóri staðfestir vinnuskýrslur starfsmanna og skilar til launafulltrúa. Starfsaðstaða er í stjórnsýsluhúsi. Starfshlutfall er 20%. Laun eru samkvæmt kjarasamningi Starfsmannafélags Dala- og Snæfellsness og Sambands íslenskra sveitarfélaga. …

Íbúð til leigu fyrir eldri borgara og lífeyrisþega

DalabyggðFréttir

Um 81,6 m2 íbúð að Gunnarsbraut 11a í Búðardal er laus til leigu frá 15. október 2016. Um úthlutun gilda Reglur um úthlutun íbúðar eldri borgara og lífeyrisþega að Gunnarsbraut 11. Skriflegum umsóknum skal skila á skrifstofu Dalabyggðar fyrir 15. september 2016. Eldri umsóknir skulu endurnýjaðar. Nánari upplýsingar veitir sveitarstjóri í síma 430 4700 eða með tölvupósti sveitarstjori@dalir.is.

Auðarskóli – leikskólakennari

DalabyggðFréttir

Leikskólakennara vantar við Auðarskóla frá og með 1. október 2016. Hann þarf að vera jákvæður, skapandi og vera virkur hluti liðsheildar. Hæfniskröfur eru áhugi á skólastarfi, góð samskiptahæfni, frumkvæði og sjálfstæði í störfum. Allar umsóknir verða teknar til skoðunar og þeim svarað. Umsóknarfrestur er til og með 18. september. Nánari upplýsingar veitir Hlöðver Ingi Gunnarsson skólastjóri í síma 430 4700. …

Lokahóf UDN

DalabyggðFréttir

Lokahóf UDN fer fram á Reykhólum, 7. september kl. 18. Farið verður í ratleik og viðurkenningar verða veittar. Boðið verður upp á hamborgara.

Þróun heimahaganna – Hugmyndir og sjónarmið

DalabyggðFréttir

Þriðjudaginn 6. september kl. 17:30 verður haldinn opinn fundur í Kaupfélaginu í Króksfjarðarnesi þar sem íbúum Dalabyggðar, Reykhólahrepps og Strandabyggðar gefst tækifæri til að kynna sér vinnu við svæðisskipulagsáætlun fyrir sveitarfélögin og leggja sitt af mörkum við mótun áætlunarinnar. Verkefnið snýst um að móta stefnu um þróun svæðisins til framtíðar. Sú stefna þarf að eiga fótfestu í reynslu íbúa og …