Frá Leikfélagi Laxdæla

DalabyggðFréttir

Fyrir 40 árum sýndi Leikfélag Laxdæla sitt fyrsta verk og heldur því upp á afmælið sitt nú um þessar mundir. Af því tilefni ætlar félagið að frumsýna leikverkið Skóarakonuna dæmalausu eftir Frederico Garcia Lorca, föstudaginn 18. nóvember nk. Leikarar æfa nú stíft og má búast við góðri sýningu líkt og áður. Stefnt er að því að gefa út veglegan bækling …

Skipulagsmál

DalabyggðFréttir

Umhverfisnefnd Dalabyggðar vill minna íbúa á leyfisveitingar fyrir gáma og hjólhýsi samkvæmt 71. grein byggingarreglugerðar nr. 441/1998. Stöðuleyfi kostar 12.500 kr og getur gilt mest eitt ár í senn. Samanber umfjöllun í Umhverfisnefnd Dalabyggðar á fundi 20. október 2011.

Búfjáreftirlit

DalabyggðFréttir

Búnaðarsamtök Vesturlands hafa tekið við búfjáreftirliti í Dalabyggð. Bændum er bent á að senda haustskýrslur beint til Búnaðarsamtaka Vesturlands, Hvanneyri, 311 Borgarnes. Einnig er hægt að skila skýrslum á skrifstofu Dalabyggðar. Sveitarstjóri

Folaldasýning

DalabyggðFréttir

Folaldasýningu verður á vegum Hrossaræktarsambands Dalamanna í Nesoddahöllinni laugardaginn 12. nóvember og hefst kl. 14. Keppt verður í flokki hryssu- og hestfolalda. Áhorfendur munu velja folald sýningarinnar. Skráningarfrestur er til föstudagsins 11. nóvember og skráningargjald á folald er 1.000 kr. Fram þarf að koma eigandi, nafn, uppruni, litur, kyn, móðir og faðir. Skráningar sendist á netfangið siggijok@simnet.is eða í síma …

Menningarráð Vesturlands

DalabyggðFréttir

Menningarráð Vesturlands auglýsir nú styrki fyrir árið 2012. Umsóknareyðublöð og upplýsingar er að finna á heimasíðu ráðsins. Umsóknarfrestur er til 10. desember 2011. Styrkir komandi árs eru á grunni samnings sveitarfélaga á Vesturlandi, mennta- og menningarráðuneytis og iðnaðarráðuneytis um menningarmál. Með samningnum er styrkveitingum ríkis og sveitarfélaga til menningarstarfs beint í einn farveg til að efla slíkt starf á Vesturlandi …

Staðarfellskirkja 120 ára

DalabyggðFréttir

Í tilefni þess að 120 ár eru frá vígslu Staðarfellskirkju verður guðsþjónusta þar sunnudaginn 30. október kl. 14. Boðið verður í kaffi eftir athöfnina. Núverandi kirkja á Staðarfelli er timburkirkja teiknuð og smíðuð af Guttormi Jónssyni frá Hjarðarholti sumarið 1891 fyrir forgöngu Hallgríms Jónssonar bónda á Staðarfelli. Kirkjan var síðan vígð 11. október 1891. Nokkrar breytingar voru gerðar á kirkjunni …

Nikkólína þrítug

DalabyggðFréttir

Harmonikufélagið Nikkólína var stofnað þann 7. nóvember 1981 og hefur verið áberandi hér í Dölum allar götur síðan. Af tilefni tímamótanna verður afmælisfagnaður í Árbliki þann 19. nóvember. Húsið opnar kl. 19:00 og hefst borðhald kl. 19:30. Síðan verður dansað fram eftir nóttu við undirleik Nikkólínu og góðra gesta. Allir aðdáendur Nikkólínu eru velkomnir. Aðgangseyrir á afmælisfagnað og dansleik eru …

Kveðja frá Arsenalklúbbnum

DalabyggðFréttir

Arsenalklúbburinn vill koma fram þakklæti til allra Dalamanna sem sáu sér fært um að koma í heimsókn til þeirra þegar þeir voru á Gistiheimilinu Bjargi í Búðardal um helgina að horfa á leik Arsenal – Stoke. Sérstaklega viljum við þakka hjónakornunum þeim Ásdísi Kr. Melsted og Jóhannesi H. Haukssyni fyrir frábærrar móttökur og einnig honum Villa á Bjargi fyrir að …

Opið hús í leikskólanum

DalabyggðFréttir

Föstudaginn 28. október verður opið hús í leikskólanum í Búðardal. Fyrir hádegi verður opið milli kl. 9 og 11 og eftir hádegi aftur milli kl. 13 og 15. Á leikskólanum er líf og fjör og alltaf eitthvað um að vera. Þar er hópur barna og starfsfólks sem býður alla góða gesti velkomna í heimsókn hvort sem þeir hafa tengsl við …

Bennabíó

DalabyggðFréttir

  Á föstudaginn 28. október verður Bennabíó í Dalabúð. Sýndar verða tvær myndir, Land míns föður og Borgríki, frá kvikmyndafélaginu Poppoli. Fyrst verður sýnd myndin lAND MÍNS FÖÐUR  þar sem heimamenn eru í sviðsljósinu. Aðgangur er ókeypis að myndinni á meðan húsrúm leyfir. Er það í þakklætisskyni til Dalamanna fyrir aðstoðina við gerð myndarinnar. Sýning myndarinnar hefst kl. 20, en …