Fundur um atvinnumál

DalabyggðFréttir

Byggðarráð Dalabyggðar boðar til opins fundar um atvinnumálí Leifsbúð fimmtudaginn 14. apríl kl. 18:00.
Fundarefni er vöruþróun og smáframleiðsla á matvælum og ræktun til olíuframleiðslu
Framsögumenn eru Guðjón Þorkelsson frá Matís, Þorgrímur Guðbjartsson frumkvöðull á Erpsstöðum og Kristján Finnur Sæmundsson.
Boðið verður upp á kaffi og fundarmenn geta keypt sér súpu á fundinum. Gert er ráð fyrir að fundarlok verði um kl. 20:30.
Fundurinn er annar í fundaröð um atvinnumál sem byggðarráð stendur fyrir á árinu. Afmarkað umræðuefni verður tekið fyrir hverju sinni. Gert er ráð fyrir næsta fundi í septembermánuði.
  • Var efni síðunnar hjálplegt?
  • Nei