Þjóðaratkvæðagreiðsla 9. apríl 2011

DalabyggðFréttir

Þjóðaratkvæðagreiðsla um samþykkt eða synjun laga nr. 13/2011 í Dalabyggð fer fram í Stjórnsýsluhúsinu í Búðardal (bókasafni) laugardaginn 9. apríl 2011.
Kjörfundur hefst klukkan 10:00 og stendur til 22:00. Kjósendur þurfa að hafa með sér skilríki.
Á kjörskrá eru allir þeir sem eru með lögheimili í sveitarfélaginu þremur vikum fyrir kjördag, þ.e. laugardaginn 19. mars 2011 og fæddir eru 9. apríl 1993 og fyrr. Ennfremur þeir íslenskir ríkisborgarar, sem lögheimili eiga í erlendis en eiga kosningarétt samkvæmt 2. mgr. 1. gr., sbr. 2. gr. laga nr. 24/2000.
Kjörskrá liggur frammi á skrifstofu Dalabyggðar á opnunartíma frá 30. mars 2011 fram á kjördag.
Hægt er að kynna sér málin á kosningavef innanríkisráðuneytisins www.kosning.is og vefsíðunni www.thjodaratkvaedi.is sem er á vegum Lagastofnunnar Háskóla Íslands.
KJörstjórn Dalabyggðar,
Ólafur Jóhannsson
Bergþóra Jónsdóttir
Sveinn Gestsson
  • Var efni síðunnar hjálplegt?
  • Nei