Grænn apríl – þrávirk lífræn efni

DalabyggðFréttir

Þrávirk lífræn efni eru efnasambönd sem brota hægt niður í náttúrunni og lífverum ef þau berast í þangað. Um er að ræða efni eins og PCB, HCB, DDT, díoxín og fleiri. Búið er að banna framleiðslu sumra þessarra efna, en áhrif þeirra í náttúrunni gætir lengi.
Flest þessarra efna innihalda klór og leysast upp í fitu en ekki í vatni. Þau berast í lífverur með fæðu og safnast þar fyrir í vefjum, t.d. lifur en skilast ekki út með svita eða þvagi. Þau eru oft skaðleg lífverum í mjög lágum styrk og hafa tilhneigingu til að safnast upp í fæðukeðjunni í efstu fæðuþrepunum í fæðukeðjunni.
Þessi efni voru fyrst notuð um eða eftir seinni heimsstyrjöldina og hafa margs konar skaðleg áhrif á lífríkið, t.d. þynning á eggjaskurn ránfugla, hormónalík áhrif og auknar líkur á krabbameini.
Í mörgum tilfellum eru þessi efni upprunnin á iðnaðarsvæðum en berast í jarðveg með vindum en þó sérstaklega með úrkomu. Einnig berast þau með hafstraumum. Þannig hafa þessi efni safnast upp í grennd við Norðurskautið og Suðurskautið, jafnvel þó þau hafi aldrei verið í notkun á þeim slóðum. Ástæða þess er svokölluð hnatteiming.
Helstu áhrif uppsöfnunar þrávirkra lífrænna efna í lífverum eru neikvæð áhrif á viðkomu og ónæmiskerfi þar sem efnin geta líkt eftir hormónum og raskað hormónabúskapnum.
  • Var efni síðunnar hjálplegt?
  • Nei