Sveitarstjóri

DalabyggðFréttir

Dalabyggð auglýsir lausa til umsóknar stöðu sveitarstjóra. Dalabyggð er öflugt landbúnaðarhérað með um 700 íbúa. Þéttbýliskjarni sveitarfélagsins er Búðardalur og er þar alla almenna þjónustu að finna. Árið 2009 voru tveir grunnskólar, leikskólinn og tónlistarskólinn sameinaðar í eina stofnun, Auðarskóla sem nú hefur lokið sínu fyrsta starfsári en er enn í mótun. Nánari upplýsingar um sveitarfélagið er að finna á …

Afmæli á Eiríksstöðum og bæjarhátíð

DalabyggðFréttir

Laugardaginn 10. júlí nk. verður haldið upp á 10 ára afmæli Eiríksstaða ásamt því að blásið verður til léttrar bæjarhátíðar í Búðardal. Dagskráin hefst upp úr hádegi á Eiríksstöðum og verður þar mikið um húllumhæ. Víkingafélagið okkar verður á staðnum en einnig kemur í heimsókn víkingafélagið Hringhorni sem ætlar að gleðja gesti með allskonar leikjum og bardagaatriðum. Allir eru hvattir …

Nafnasamkeppni

DalabyggðFréttir

Félag víkinga í Dalasýslu og nágrenni, með aðsetur að Eiríksstöðum, Haukadal, efnir til samkeppni um nýtt nafn á félagið. Óskað er eftir tillögum að frumlegu og nýstárlegu heiti til handa félagi voru en um leið viðeigandi, sem á við starfsemi og markmið félagsins. Stjórn félagsins áskilur sér rétt til að hafna öllum tillögum sé engin tillaga við hæfi. Félagið heitir …

Myndir frá Krosshólagöngu

DalabyggðFréttir

Í myndasafni eru nú komnar nokkrar myndir frá Krosshólagöngu 19. júní. Myndirnar tók Halla S. Steinólfsdóttir. Fleiri myndir og frétt frá göngunni má finna á vef Dalaprestakalls.

Göngur og hlaup 19. júní

DalabyggðFréttir

Nóg er í boði fyrir þá sem vilja hreyfa sig 19. júní; Kvennahlaup í Búðardal, Krosshólaganga í Hvammssveit og Þrístrendingur úr Gilsfirði í Kollafjörð, Bitrufjörð og aftur í Gilsfjörð. Kvennahlaupið hefst klukkan 11 frá upplýsingaskiltunum í Búðardal. Eftir kvennahlaupið er tilvalið að skella sér í Krosshólagönguna, mæting klukkan 14 við Krosshólaborg. Þrístrendingur hefst á Kleifum í Gilsfirði klukkan 10:00 og …

Hátíðarhöld í Dalabyggð 17. júní

DalabyggðFréttir

Hátíðarhöld 17. júní verða í Búðardal á vegum þjóðhátíðarnefndar Lions og í Saurbænum koma íbúar saman í skógræktargirðingunni Þverfelli samkvæmt hefð. Veðurspáin fyrir 17. júní um klukkan 12 er suðvestan 5 m/s, hiti 14°C . Úrkomulaust allan daginn. Dagskráin í Búðardal Kl. 13 – 13:50 við nýju höfnina í Búðardal Hestar, bátur og andlitsmálun. Kl. 14 Hátíðardagskrá Lionsfélagar gefa fána …

Krosshólaganga 19. júní

DalabyggðFréttir

Helgiganga í minningu Auðar djúpúðgu verður farin laugardaginn 19. júní í Dölum, þar sem hún nam land fyrir rúmum 1100 árum. Auður djúpúðga Ketilsdóttir var eina konan í hópi landnámsfólks sem fór fyrir eigin leiðangri til Íslands og ein fárra þeirra sem Landnámabók segir að hafi verið kristinnar trúar. Bílastæði eru við Krosshólaborg í Hvammssveit. Göngufólki er ráðlagt að safnast …

Hestaþingi Glaðs frestað

DalabyggðFréttir

Hestaþing Glaðs sem vera átti 19.-20. júní hefur verið frestað til 24.-25. júlí vegna kvefpestar í hrossum. Nánari upplýsingar á heimasíðu Glaðs

Sýslumaðurinn í Búðardal auglýsir

DalabyggðFréttir

Sýslumaðurinn í Búðardal óskar eftir að ráða starfsmann tímabundið til starfa á skrifstofu. Verkefnin eru gjaldkerastörf, móttaka skjala og önnur almenn skrifstofustörf. Starfshlutfall er 50%. Laun eru samkvæmt kjarasamningi ríkisins og SFR. Umsóknarfrestur er til og með 25. júní 2010.Viðkomandi þarf að geta hafið störf 1. júlí 2010.Nánari upplýsingar veitir Áslaug Þórarinsdóttir, sýslumaður, aslaug@syslumenn.is eða í síma 433 2700.

Sveitarstjórn Dalabyggðar

DalabyggðFréttir

61. fundur sveitarstjórnar Dalabyggðar verður haldinn þriðjudaginn 15. júní 2010 og hefst kl. 16:00 í Stjórnsýsluhúsinu í Búðardal. Dagskrá 1. Fundargerð sveitarstjórnar frá 25. maí 2010. 2. Kosning oddvita til eins árs.3. Kosning varaoddvita til eins árs. 4. Kosning byggðarráðs og varabyggðarráðs til eins árs.5. Kosningar í nefndir og stjórnir til 4 ára: a) Fræðslunefnd. b) Menningar- og ferðamálanefnd.c) Umhverfis- …