Bókabingó

DalabyggðFréttir

Það er öllum hollt að lesa og um að gera að byrja nýja árið með lestrargleði. Hér fyrir neðan má nálgast ný bókabingó sem hægt er að nýta sér bæði til skemmtunar og áskorunar. Bóka- og lestrarbingóið hentar t.d. yngri lesendum mjög vel. Hægt er að prenta bingóin út eða nálgast eintak á Héraðsbókasafni Dalasýslu að Miðbraut 11 í Búðardal. …

Sérstakur húsnæðisstuðningur vegna 15-17 ára

DalabyggðFréttir

Ungmenni 15-17 ára sem eru í framhaldsskólum eiga rétt á sérstökum húsnæðisstuðningi. Stuðningurinn er ætlaður foreldrum/forsjáraðilum 15-17 ára ungmenna sem leigja herbergi á heimavist, á námsgörðum, eða leiguherbergi á almennum markaði og njóta ekki vegna aldurs réttar til húsnæðisbóta. Umsóknir berist til skrifstofu Dalabyggðar eða á netfangið dalir@dalir.is. Skila þarf inn útfylltu umsóknareyðublaði og senda með afrit af húsaleigusamningi og …

Sveitarstjórn Dalabyggðar – 213. fundur

DalabyggðFréttir

FUNDARBOÐ 213. fundur Sveitarstjórnar Dalabyggðar verður haldinn á fjarfundi, fimmtudaginn 13. janúar 2022 og hefst kl. 16:00   Dagskrá: Almenn mál 1.   2104013 – Verkefnið Brothættar byggðir   2.   2112002 – Stafrænar húsnæðisáætlanir   3.   2110023 – Samstarf um rekstur öldrunarheimilis.   4.   1911028 – Undirbúningur íþróttamannvirkja í Dalabyggð   5.   2201015 – Öryggi rafmagns og fjarskipta   6.   2003004 …

Klippikort og sorphirðudagatal 2022

DalabyggðFréttir

Nú eiga ný klippikort fyrir endurvinnslustöðina að Vesturbraut 22 ásamt sorphirðudagatali 2022 að vera á leiðinni til íbúa. Ef sendingin skilar sér ekki skal hafa samband við Jóhönnu með því að hringja á skrifstofu Dalabyggðar í síma 430-4700 (opið milli kl.9-13 á virkum dögum) eða með því að senda póst á johanna@dalir.is og tiltaka heimilisfang og/eða fasteignanúmer í póstinum. Við …

Nýtt sorphirðudagatal – 2022

DalabyggðFréttir

Nýtt sorphirðudagatal, fyrir árið 2022, hefur verið samþykkt og er á leið í dreifingu, þangað til það berst heimilum verður hægt að nálgast það hér á heimasíðu Dalabyggðar. Þá viljum við benda á að með dagatalinu munu berast ný klippikort fyrir aðgang að endurvinnslustöðinni að Vesturbraut 22 í Búðardal. Vegna þess að klippikort hafa ekki borist íbúum munu kortin fyrir …

Tilkynning frá heilsugæslustöðinni Búðardal

DalabyggðFréttir

Covid-19 bólusetning verður næst í boði í Búðardal fimmtudaginn 6. janúar 2022. Bólusett verður með Pfizer bóluefni í sjúkrabílaskýlinu við heilsugæsluna (Gunnarsbraut 2, 370 Búðardal). Þau sem hafa hug á að fá bólusetningu þennan dag þurfa að hafa samband í síma 432 1450 fyrir áramót til að skrá sig á bólusetningarlistann – opnunartími virka daga er kl. 9-15 / á …

Flugeldasýningu og brennu aflýst

DalabyggðFréttir

Í ljósi aðstæðna í samfélaginu og gildandi reglugerðar verður ekki af flugeldasýningu og áramótabrennu í ár. Við beinum því til íbúa sem hyggjast skjóta sjálfir upp flugeldum að safnast ekki saman í hópa, halda fjarlægð við þá sem ekki eru jólakúlunni þeirra og viðhafa grímunotkun þar sem því verður ekki við komið. Klárum árið saman eftir settum reglum og tilmælum. …

Aukalosun á grænum tunnum 27. desember

DalabyggðFréttir

Mánudaginn 27. desember nk. er stefnt að aukalosun á grænum tunnum (endurvinnsla) í Dalabyggð. Við biðjum íbúa um að hafa þetta í huga og koma allri endurvinnslu út í tunnur fyrir losunardag. Þessi aukalosun er bæði vegna þess auka magns sem fellur til af endurvinnanlegum umbúðum kringum hátíðirnar en einnig til að afstilla sorphirðu fyrir nýja tíðni eftir áramót þar …