Æfing Brunavarna Dala, Reykhóla og Stranda

DalabyggðFréttir

Laugardaginn 15. apríl sl. komu slökkvilið Brunavarna Dala, Reykhóla og Stranda saman við Staðarhólskirkju (Tjarnarlund). Er það í fyrsta sinn sem liðin koma saman frá því þau voru kölluð út 31. janúar 2016 þegar eldur kom upp í húsnæði Hótel Ljósaland í Saurbæ í Dölum.

Æfð var vatnsöflun fyrir brunavettvang og til þess notaðar tvær 15.000 lítra söfnunar laugar. Er þeim ætlað að hámarka nýtingu tankbíla svo þeir þurfi ekki að bíða við brunastað og til þess að auðvelda aðkomu að vatnsbóli.
Á brunastað var notast við dælubíl frá Slökkviliði Strandabyggðar sem dældi upp úr laug og yfir í dælubíl frá Reykhólum en einnig á vinnustúta.
Tankbílarnir frá Slökkviliði Dalabyggðar og Reykhólum sóttu vatn í Staðarhólsá og Hvolsá en þar var söfnunarlaug sem staðsett var nær vegi en vegna fjarlægðar frá vatnstökustað var vatn sótt með dælu úr tækja bíl Slökkviliðs Strandabyggðar og á meðan bíll var í burtu var áfram dælt í laugina þar til hún var full.

Um það bil 20 manns mættu á æfinguna og er það 2/5 af heildar liði slökkviliðanna og vill slökkviliðsstjóri þakka þeim sem komu fyrir góðan dag og sömuleiðis Siggu Viggu fyrir að sjá um mat og kaffi fyrir mannskapinn.

Meðfylgjandi myndir eru frá Ívari Erni, Guðmundi Guðbjörns og Eggerti en fleiri myndir má sjá á Facebook-síðu Brunavarna Dala, Reykhóla og Stranda.


  • Var efni síðunnar hjálplegt?
  • Nei