Þriðjudagur 5. apríl
Páskabingó Kvf. Þorgerðar Egilsdóttur
Kvenfélagið Þorgerður Egilsdóttir heldur sitt árlega páskabingó þriðjudaginn 3. apríl kl. 17 í Dalabúð. Vinningar eru páskaegg af ýmsum stærðum og gerðum.
Miðvikudagur 4. apríl
Kyrrðarstund á Silfurtúni
Miðvikudaginn 4. apríl kl. 16:30 verður kyrrðarstund (föstuguðþjónusta) á Silfurtúni.Allir eru velkomnir.
Smalinn í Nesoddahöllinni
Miðvikudaginn 4. apríl verður keppt í Smala í Nesoddahöllinni í Búðardal. Keppni hefst klukkan 19. Eftir smalakeppni verður keppt í skemmtitölti í opnum flokki, þar sem ríða þarf einn hring í höllinni, þar mun jafnvægi og tími ráða úrslitum.
Fimmtudagur 5. apríl – skírdagur
Messa í Snóksdal
Á skírdag, fimmtudaginn 5. apríl, verður messa með altarisgöngu kl. 14 í Snóksdalskirkju. Prestur er sr. Óskar Ingi Ingason, organisti Halldór Þorgils Þórðarson og kirkjukór Dalaprestakalls leiðir sönginn.
Fermingarmessa í Skarðskirkju
Fermingarmessa verður í Skarðskirkju á skírdag kl. 14. Fermdur verður Rúnar Hermannsson á Klifmýri. Prestur er sr. Elína Hrund Kristjánsdóttir, organisti er Viðar Guðmundsson og kór Reykhólaprestakalls leiðir sönginn.
Guðþjónusta á Fellsenda
Á skírdag, fimmtudaginn 5. apríl, verður guðsþjónusta með altarisgöngu kl. 16 á Hjúkrunarheimilinu Fellsenda í Dölum. Prestur er sr. Óskar Ingi Ingason.
Félagsvist í Tjarnarlundi
Ungmennafélagið Stjarnan stendur fyrir félagsvist í Tjarnarlundi fimmtudaginn 5. apríl kl. 20:00 ( húsið opnar kl 19:30). Aðgangseyrir er 700 kr.
Laugardagur 7. apríl
Dansleikur í Dalabúð
Hljómsveitin Ábrestir heldur dansleik aðfararnótt laugardags í Dalabúð. Dansleikur hefst kl. 00:00.
Páskabingó Auðarskóla
Nemendur í 8.-10. bekkjum Auðarskóla standa fyrir páskabingói í Tjarnarludni laugardaginn 7. apríl kl. 20 (húsið opnar 19:30). Spjaldið kostar 500 kr. Góðir vinningar að vanda.
Páskavaka í Staðarfellskirkju
Á aðfangadag páska, laugardaginn 7. apríl, kl. 21 verður páskavaka í Staðarfellskirkju. Kveikt verður á páskakertinu í upphafi stundarinnar í myrkvaðri kirkjunni og smátt og smátt fyllist kirkjan af ljósi. Í athöfninni undirbúum við okkur fyrir stærstu hátíð kristinna manna. Prestur er sr. Óskar Ingi Ingason, organisti Halldór Þorgils Þórðarson og kirkjukór Dalaprestakalls leiðir sönginn.
Sunnudagur 8. apríl – páskadagur
Hátíðarguðþjónusta í Hjarðarholtskirkju
Á páskadag, sunnudaginn 8. apríl, verður hátíðarguðsþjónusta kl. 11 í Hjarðarholtskirkju. Boðið verður upp á heitt súkkulaði og með því í þjónustuhúsinu eftir athöfn. Prestur er sr. Óskar Ingi Ingason, organisti Halldór Þorgils Þórðarson og kirkjukór Dalaprestakalls leiðir sönginn.
Hátíðarguðþjónusta í Stóra-Vatnshornskirkju
Á páskadag, sunnudaginn 8. apríl, verður hátíðarguðsþjónusta kl. 14 í Stóra- Vatnshornskirkju. Prestur er sr. Óskar Ingi Ingason, organisti: Halldór Þorgils Þórðarson og kirkjukór Dalaprestakalls leiðir sönginn.
Mánudagur 9. apríl – annar í páskum
Guðþjónusta á Silfurtúni
Á annan í páskum, mánudaginn 9. apríl, verður guðsþjónusta með altarisgöngu kl. 11 í Hjúkrunarheimilinu Silfurtúni í Búðardal. Prestur er sr. Óskar Ingi Ingason.
Hátíðarguðþjónusta í Hvammskirkju
Á annan í páskum, mánudaginn 9. apríl, verður hátíðarguðsþjónusta kl. 14 í Hvammskirkju. Prestur er sr. Óskar Ingi Ingason, organisti Halldór Þorgils Þórðarson og kirkjukór Dalaprestakalls leiðir sönginn.
Messa í Staðarhólskirkju
Messa verður í Staðarhólskirkju annan dag páska kl. 16. Molasopi í Tjarnarlundi eftir messu. Prestur er sr. Elína Hrund Kristjánsdóttir, organisti Viðar Guðmundsson og kór Reykhólaprestakalls leiðir sönginn.