Dalabyggð óskar eftir tilboðum í rekstur mötuneytis dvalar- og hjúkrunarheimilisins Silfurtúns.
Á heimilinu búa 13 íbúar og starfsfólk er einn til sex á hverri vakt. Um er að ræða fimm máltíðir á sólarhring fyrir íbúa og starfsfólk heimilisins alla daga ársins. Einnig eiga eldri borgarar búsettir í Dalabyggð utan heimilisins kost á að koma í hádegismat eða fá heimsendan mat.
Samningstími er 3 ár, með möguleika á að framlengja samninginn um 1 ár.
Í rekstrinum felst:
- Að matreiða fimm máltíðir á sólarhring fyrir íbúa og starfsfólk heimilisins alla daga ársins (morgunmatur, hádegismatur, miðdegiskaffi, kvöldmatur og kvöldhressing).
- Að sjá um matarpantanir, eldhús (helsti búnaður er til staðar), búr, uppvask og þrif á starfssvæði.
- Að ráða og sjá um starfsmannahald tengt mötuneytinu.
- Gerð matseðils í samráði við hjúkrunarforstjóra.
Frestur til að skila inn tilboði er til 1.september 2020.
Hægt er að nálgast útboðsgögn, frekari upplýsingar og skila inn tilboðum á skrifstofu Dalabyggðar að Miðbraut 11, 370 Búðardal á opnunartíma frá kl.9-13 eða á netfangið silfurtun@dalir.is