
Upphaf ferðarinnar er við Kirkjufellsrétt kl. 19 og örganga að Draugafossi. Síðan verður farið á vélknúnum ökutækjum fram að Skarðsrétt. Eitt vað er á leiðinni og skynsamlegt hjá þeim sem eru á minni bifreiðum að sníkja sér far síðasta hlutann.
Genginn verður stuttur hringur um svæðið og Réttarfoss skoðaður. Heldur minna verður gengið í þessari kvöldgöngu, en vonandi þeim mun meiri tími til að segja sögur úr Haukadalnum.
Allir eru velkomnir í kvöldgönguna. Margt er vitlausara hægt að gera á fimmtudagskvöldi en fara í stutta göngu, njóta náttúrunnar, hitta annað fólk, hlusta á sögur og jafnvel segja eina sjálfur.