Samgöngumál – bókun sveitarstjórnar

DalabyggðFréttir

Samgönguráð vinnur nú að gerð stefnumótandi samgönguáætlunar fyrir árin 2015-2026 ásamt verkefnaáætlun fyrir fyrsta fjögurra ára tímabil hennar. Samgönguráð hefur yfirumsjón með gerð tillagna að samgönguáætlun. Samgönguáætlun tekur til fjáröflunar og útgjalda til allra greina samgangna, þ.e. flugmála, vegamála og siglingamála, þ.m.t. almenningssamgangna, hafnamála, sjóvarna, öryggismála og umhverfismála samgöngugreina.

Bókun sveitarstjórnar Dalabyggðar 15. apríl

Sveitarstjórn Dalabyggðar hvetur til þess að stórátak verði gert í uppbyggingu tengivega í næstu vegaáætlun enda liggur fyrir að með óbreyttu verklagi líða áratugir þar til vegir á Íslandi verða sambærilegir við vegi í öðrum vestrænum ríkjum.
Ef allt fjármagn sem Vestursvæði Vegagerðarinnar fær nú til tengivega rynni til Klofningsvegar tæki 5-8 ár að endurbyggja hann einan og leggja bundnu slitlagi.
Góðar vegasamgöngur og gott netsamband er forsenda áframhaldandi byggðar um landið og núverandi ástand er hvorki bjóðandi íbúum eða ferðamönnum. Bíða mætti með stærri framkvæmdir í nokkur ár meðan átak í uppbyggingu tengivega væri í hámarki.
  • Var efni síðunnar hjálplegt?
  • Nei