Skreytingar á bæjarhátíðinni Heim í Búðardal verða eins og verið hefur. Rauður og blár norðan megin í Búðardal og í öllu sveitarfélaginu þar í framhaldið og grænn og appelsínugulur í suðurhluta Búðardals og Suðurdölum. Nú er um að gera að finna upp á einhverju sniðugu og skemmtilegu, sem lífgar upp á Dalina í tilefni hátíðahaldanna.