Skipulag hátíðarhalda 17. júní 2024

DalabyggðFréttir

Eins og áður mun Dalabyggð fagna Þjóðhátíðardegi Íslendinga þann 17. júní nk. Árið í ár er sérstakt fyrir þær sakir að í ár er einnig 80 ára afmæli lýðveldisins og þann 11. júní verður sameinaða sveitarfélagið Dalabyggð 30 ára. Því langar okkur að gera eitthvað aukalega í tilefni af þessum tímamótum.

Nefnd um 80 ára afmæli lýðveldisins hefur lagt til hugmyndir um tvö verkefni, einskonar vörður afmælisársins, annars vegar samsöng kóra landsins undir yfirskriftinni Sungið með landinu og hins vegar gönguferðum um náttúru Íslands undir yfirskriftinni Gengið um þjóðlendur í öllum fjórðungum landsins.

Það verður halda í hið hefðbundna, ræðumann og ávarp fjallkonu en í framhaldi af því verði hátíðardagskrá þar sem boðið verði upp á veitingar, tónlist og eitthvað fleira skemmtilegt.

Nú leitum við því til íbúa, fyrirtækja, félagasamtaka og allskonar félagsskapar í héraðinu með von um þátttöku með einhverjum hætti. Dalabyggð mun taka frá Dalabúð fyrir þennan dag en ef veður leyfir er velkomið að vera með dagskrá utandyra sem og annars staðar í sveitarfélaginu.

Við áætlum að dagskrá hefjist kl.13:00 og standi til ca. kl.16. Velkomið er að vera með eitthvað sem stendur lengur ef það hentar. Allir viðburðir og uppákomur þennan dag verða með í auglýstri dagskrá.

Þau sem hafa áhuga á að taka þátt mega gjarnan hafa samband á johanna@dalir.is fyrir mánudaginn 22. apríl nk.

  • Var efni síðunnar hjálplegt?
  • Nei