Slökkvilið Dalabyggðar fær aðgang að líkamsræktarstöðinni

DalabyggðFréttir

Í dag var undirritaður samningu milli Dalabyggðar og Ungmennafélagsins Ólafs pá varðandi afnot starfsmanna Slökkviliðs Dalabyggðar af líkamræktarstöð félagsins.

Í starfi slökkviliðsmanna er gerð krafa um andlegt og líkamlegt heilbrigði, þar er regluleg hreyfing stór áhrifaþáttur. Það er vilji Dalabyggðar að búa yfir vel þjálfuðum og hraustum starfsmönnum innan raða slökkviliðsins og er samningurinn liður í að efla bæði þá sem þar starfa sem einstaklinga en einnig liðið í heild. 

Þannig mun ungmennafélagið afhenda starfsmönnum slökkviliðsins lykil sem þeir einir geta notað gegn 150.000kr.- styrk til félagsins ár hvert. 

Samningurinn gildir til þriggja ára með fyrirvara um að þegar íþróttamannvirki í Búðardal verða tekin í notkun kunni að verða breytingar á fyrirkomulaginu. 

Það voru Björn Bjarki Þorsteinsson sveitarstjóri og Ingibjörg Jóhannsdóttir gjaldkeri Umf. Ólafs pá sem undirrituðu samninginn en Skjöldur Orri Skjaldarson og Kristján Ingi Arnarsson slökkviliðsmenn sáu til þess að allt færi vel fram og vottuðu undirritun.

Samningurinn verður staðfestur á fundi sveitarstjórnar þann 11. júní nk. 

  • Var efni síðunnar hjálplegt?
  • Nei