Sameiginlegur fundur sveitarstjórnar og ungmennaráðs Dalabyggðar

DalabyggðFréttir

FUNDARBOÐ

Sameiginlegur fundur sveitarstjórnar og ungmennaráðs Dalabyggðar verður haldinn í félagsheimilinu Dalabúð í Búðardal, þriðjudaginn 11. júní 2024 og hefst kl. 16:00

Fundurinn er öllum opinn, velkomið að mæta og fylgjast með en honum verður einnig streymt eins og hefðbundnum sveitarstjórnarfundum á YouTube-síðu Dalabyggðar.

Vegna þess að ákveðið var að halda sameiginlegan fund er fundur ungmennaráðs hér boðaður með skemmri tíma en erindisbréf segir til um.

Í ungmennaráði sitja: Kristín Ólína Guðbjartsdóttir (formaður), Baldur Valbergsson , Matthías Hálfdán Ostenfeld Hjaltason og Alexandra Agla Jónsdóttir.

Dagskrá:
Almenn mál
1.   2106019 – Úrbætur á skólalóð Auðarskóla
2.   2406000 – Forvarnarmál
3.  2406013 – Aukin áhersla á íþróttir barna
4. 2406014 – Verkleg kennsla í Auðarskóla


Að loknum fundi ungmennaráðs verður hátíðarfundur sveitarstjórnar Dalabyggðar þar sem sveitarfélagið fagnar 30 ára afmæli þann 11. júní nk.

  • Var efni síðunnar hjálplegt?
  • Nei