Sögurölt – Gilsfjarðarbrekka

DalabyggðFréttir

Tíunda og síðasta sögurölt sumarsins verður í Gilsfjarðarbrekku miðvikudaginn 28. ágúst kl. 19:30. Mæting er á túninu móts við afleggjarann að bænum og gengið verður niður í fjöruna. Í fjörunni verður sagt frá daglegu lífi í Gilsfjarðarbrekku, frá ábúendum, Steinadalsheiði, hrakningum og draugum.

 

Vegalengdin er mjög stutt og þeim sem finnst of stutt gengið er bent á að hægt er að mæta aðeins fyrr, leggja bílnum og ganga eftir veginum síðasta spottann að Gilsfjarðarbrekku.

Sögurölt er samstarfsverkefni Sauðfjárseturs á Ströndum og Byggðasafns Dalamanna.

  • Var efni síðunnar hjálplegt?
  • Nei