Járngerðarhátíð á Eiríksstöðum

DalabyggðFréttir

Járngerðarhátíð verður á Eiríksstöðum frá föstudeginum 30. ágúst til sunnudagsins 1. september kl. 11 – 17 með fjölbreyttri dagskrá. Þar á eftir verður síðan dagskrá í Árbliki kl. 17:30-19:30.

 

Föstudaginn 30. ágúst mun Margrét Hrönn Hallmundsdóttir fjalla um fornleifarannsóknir sínar tengdar járngerð á Íslandi. Þá mun Ólöf Bjarnadóttir fjalla um rannsóknir sínar á heiðni. Þessir fyrirlestrar verða á íslensku, en samantekt á ensku. Að lokum mun dr. William Short fjalla um tilraunafornleifafræði tengda bardagatækni og er sá fyrirlestur á ensku.

 

Laugardaginn 31. ágúst mun James Austin fjalla um víkingaaxir, dr. Lee Jones almennt um víkingasverð og dr. Mikko Moilanen um rannsóknir sínar á víkingasverðum. Allir þessir fyrirlestrar verða á ensku.

 

Sunnudaginn 1. september verða síðan hringborðsumræður um tilraunafornleifafræði á ensku.

  • Var efni síðunnar hjálplegt?
  • Nei