Sögurölt. Múlarétt, Belgsdalur og Kiðhólsrétt.

SafnamálFréttir

Fimmtudaginn 25. júlí kl. 19 verður fjórða sögurölt sumarsins í Dölum og á Ströndum, nú í Saurbæ í Dölum. Gengið verður frá Múlarétt að eyðibýlinu Belgsdal og síðan í Kiðhólsrétt.

Til að komast að Múlarétt er keyrt að Staðarhólskirkju og farið fram Staðarhólsdal. Eftir að komið er framhjá Þurranesi er beygt til vinstri að Múlabæjum. Keyrt er framhjá Múlabæjum þar til komið er að Múlarétt. Þar er hægt að leggja bílum, en þó ekki í afleggjarann að túnunum.

Fyrsti hlutinn er eftir vegslóða og nokkur hækkun á þeirri leið. Aðrir hlutar röltsins er nokkuð á jafnsléttu eða niður í móti. Gæta þarf varúðar við rústir í Belgsdal. Valdís Einarsdóttir héraðsskjalavörður og safnstjóri er með leiðsögn með aðstoð heimamanna. Röltið með sögum tekur tæpa tvo tíma.

Söguröltin einkennast af því að gönguleiðin er oft stutt og fremur auðveld, en áhersla lögð á sögur og fróðleik. Enginn aðgangseyrir er í söguröltin og eru öll hjartanlega velkomin.

Byggðasafn Dalamanna, Sauðfjársetur á Ströndum, Héraðsskjalasafn Dalasýslu, Náttúrubarnaskólinn og Þjóðfræðistofa standa fyrir söguröltunum.

  • Var efni síðunnar hjálplegt?
  • Nei