Sögurölt – Staður í Steingrímsfirði

DalabyggðFréttir

Fimmtudaginn 18. júlí kl. 19:30 verður vikulegt Sögurölt á dagskránni, en Byggðasafn Dalamanna og Sauðfjársetur á Ströndum standa fyrir þeim viðburðum í samvinnu við fleiri.

 

Nú verður gengið um holt og hæðir við Stað í Steingrímsfirði, auk þess sem kirkjugarðurinn og Staðarkirkja verða skoðuð. Yfirdrifið er af sögum og sögnum sem tengjast bænum og kirkjunni. Mæting er heima á Stað.

  • Var efni síðunnar hjálplegt?
  • Nei