Karlakórinn Söngbræður úr Borgarfirði heldur söngskemmtun í Árbliki í kvöld kl. 20:30. Fjölbreytt og skemmtileg dagskrá. Stjórnandi kórsins er Viðar Guðmundsson og undirleikari Stefán Jónsson.
Karlakórinn Söngbræður hefur starfað í Borgarfirði síðan 1978, en það haust hófu nokkrir menn í innstu sveitum héraðsins að syngja saman fjórraddað í félagsheimili sínu, Búðarási.