Sorphirða – upptaka frá kynningarfundi

Kristján IngiFréttir

Mánudaginn síðasta var haldinn kynningarfundur vegna breytina á sorphirðu og þeim valkostum sem íbúar standa frammi fyrir varðandi samsetningu sorpíláta heim við hús. Á fundinum fór Kristján Ingi, umsjónarmaður framkvæmda hjá Dalabyggð, yfir aðdraganda að breytingunum og umsóknareyðublaðið sem sent var á öll heimili í síðustu viku. Jón Þórir Frantzson forstjóri Íslenska gámafélagsins fór svo vel yfir breytt umhverfi í málefnum úrgangsmála, allt frá umhverfislegum ávinningi yfir í fjárhagslega þáttinn í málefnum úrgangsmálanna.

Upptakan er aðgengileg á youtube-rás sveitarfélagsins.

Sú meginbreyting hefur orðið á innleiðingunni að nýju íláti fyrir plast verður ekki dreift í Búðardal fyrr en um 28. nóvember, á sama tíma og í dreifbýlinu vestan þorpsins. Áfram stendur til að dreifa nýjum tunnum fyrir plast í dreifbýli sunnan Búðardals um eða rétt fyrir 5. nóvember. Í ljósi þess verður umsóknarfrestur um breytingar framlengdur til þriðjudagsins 5. nóvember. Ekki verður hægt að skila inn umsóknum um breytingar eftir það. Hafi íbúar sunnan Búðardals gert upp hug sinn meiga þær umsóknir samt gjarnan koma fyrr svo hægt sé að afgreiða þær beiðnir samhliða dreifingu uppúr mánaðarmótum.

 

Atriði sem komu fram í umræðum á fundinum og fyrirspurnum síðustu daga:

  • Sveitarfélaginu er skylt að safna úrgangi heim við hús í þeim flokkum sem eru tilgreindir. Kjósi íbúar að afþakka ílát við dreifingu eða skili því verður samt sem áður innheimt gjald fyrir ílátið. Verði starfsmenn sorphirðu varir við ranga flokkun í ílátum er þeim heimilt skilja þau eftir við hirðingu.
  • Breytingar á samsetningu íláta felur ekki í sér viðbótarkostnað, sé sótt um fyrir ofangreindan frest. Breytingargjald verður innheimt fyrir mögulegar breytingar eftir það.
  • Umsóknir þar sem ekki er merkt við ílát í öllum flokkum eru ekki teknar til afgreiðslu.
  • Aðeins þarf að senda inn umsókn ef breyta þarf núverandi ílátum eða óskað er eftir annarri stærð af tunnu fyrir plast en lagt er upp með (240L í Búðardal / 360L í dreifbýli).
  • Við sérstakar aðstæður er hægt að fá 140L ílát fyrir endurvinnslu (plast og pappír/pappa), en mælt er með að nota minnst 240L tunnur þar sem þessi úrgangur getur verið plássfrekur og/eða fest í tunnum sé þjappað.
  • Sé þess kostur er mælt með að ílátastærðum fyrir endurvinnslu sé haldið í þeim stærðum sem lagt er til þó að nýting sé ekki mikil sem stendur. Breytt búseta eða heimilishald í stærri húsnæðum getur kallað á breytta nýtingu síðar meir. Lítil fjárhagslegur hvati að hafa minni ílát fyrir endurvinnslu séu aðstæður til að koma þeim fyrir á annað borð. Verðmunur milli stærða íláta verður mestur í flokki blandaðs úrgangs, um 15-18.000 kr. á ári.
  • Vegna veðurs er ekki víst að hægt verði að endurmerkja grænu ílátin fyrir pappír/pappa samhliða dreifingu. Það verður þá gert við fyrsta tækifæri í vor.
  • Tekjur frá Úrvinnslusjóði vegna sérsöfnun endurvinnanlegra umbúða eru háðar safnaðri þyngd og skýrast ekki fyrr en undir lok 2025. Því betri árangur sem næst við flokkun endurvinnsluúrgangs, þeim mun meiri verða tekjurnar sem greiða niður kostnaðinn við sorphirðuna. Það er því sameiginlegur hagur íbúa að flokkunarhlutfallið sé sem hæst sem skilar sér í lægri sorphirðugjöldum.
  • Var efni síðunnar hjálplegt?
  • Nei