Staðartangar

DalabyggðFréttir

Sjöunda kvöldganga Byggðasafns Dalamanna verður þriðjudaginn 18. júlí um Staðartanga með blöndu af útivist, hreyfingu, náttúru, sögu og útsýni.

Upphaf göngunnar er við höfnina í Skarðsstöð og stundvíslega verður lagt af stað kl. 19. Genginn verður um tangana með hæfilegum stoppum fyrir sögur og náttúruskoðun undir leiðsögn safnvarðar og Boga á Skarði.

Gangan tekur um einn og hálfan tíma og hentar göngufæru fólki á öllum aldri. Smá þangganga er að vísu á milli tanganna, en ekkert óyfirstíganlegt með góðri hjálp.

Eins og alltaf eru allir eru velkomnir í kvöldgönguna. Eina sem þarf, er að mæta á staðinn á réttum tíma, verða í góðu skapi og passa sig og sína.

Byggðasafn Dalamanna – fb

  • Var efni síðunnar hjálplegt?
  • Nei