Starfsmaður áhaldahúss – flokksstjóri vinnuskóla

DalabyggðFréttir

Dalabyggð óskar eftir sumarstarfsmanni 1. maí – 30. september 2017. Starfið felst annars vegar í minniháttar viðhalds- og umhverfisverkefnum og hins vegar flokksstjórn Vinnuskóla Dalabyggðar.
Æskilegt er að umsækjandi sé 20 ára eða eldri, hafi reynslu af því að vinna með börnum og hafi bíl til umráða.
Umsóknareyðublöð eru á heimasíðu Dalabyggðar og á skrifstofu sveitarfélagsins.
Laun eru skv. kjarasamningum SDS og sveitarfélaganna.
Umsóknarfrestur er til 20. mars nk.
  • Var efni síðunnar hjálplegt?
  • Nei