Við þökkum frábærar móttökur vegna gerðar bíómyndar okkar „Laxdælu Lárusar Skjaldarsonar“ í Dalabyggð í sumar. Tökur standa enn yfir og vantar okkur enn statista í nokkrar senur, nánar tiltekið á: 
- miðvikudag 29.júlí frá kl. 13:30 – fólk á öllum aldri velkomið, börn og fullorðnir
 - fimmtudag 30.júlí frá kl. 11:00 – fullorðnir
 - miðvikudag 5.ágúst kl. 12:00 – fullorðnir
 - föstudag 7.ágúst kl. 10:30 – börn og fullorðnir
 
Við pössum vel upp á statistana okkar hvað varðar kaffi og veitingar og höfum náð að halda uppi góðri stemmningu á tökustað. Ef þið viljið vera með okkur endilega hafið samband við Katrínu Ólafsdóttur í síma 847-0847.
