Sumargleði á Skarðsströnd

DalabyggðFréttir

Laugardaginn 29. ágúst verður Sumargleði á Skarðsströnd í samstarfi Röðuls, Skarðsstöðvar og Þaulseturs.
Opið hús verður í Röðli kl. 13-17. Þar verður markaður, kaffi og kökur, spjall, sýningar og uppákomur.
Þrautaganga verður í Skarðsstöð kl. 17:30-20. Keppt verður þar í hefðbundnum skarðstrendskum þrautum og íþróttagreinum. Skráning er á staðnum. Síðan verður einhver næring í boði fyrir tónleika.
Gleðisveitin PLÚS verður þá með tónleika í Skarðskirkju kl. 20. Aðgangur er ókeypis.
Afturganga í Skarðsstöð verður að loknum tónleikum kl. 21. Sögur, spjall og skemmtun að hætti hússins.
Allir eru velkomnir – húsrúm leyfir.
Frjáls framlög er renna til uppbyggingar í Röðli og Skarðsstöð

Sumargleði á Skarðsströnd – fb

  • Var efni síðunnar hjálplegt?
  • Nei