Starf sveitarstjóra í Dalabyggð er laust til umsóknar og er leitað að kraftmiklum og áhugasömum einstaklingi til að stýra krefjandi verkefnum á vegum sveitarfélagsins. Rík áhersla er á að efla atvinnu og vinna af krafti að nýjum verkefnum sem sveitarfélagið hyggst hefja undirbúning á í náinni framtíð. Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst.
Starfssvið
- Daglegur rekstur sveitarfélagsins og ábyrgð á framkvæmd ákvarðana sveitarstjórnar
- Yfirumsjón með skipulagi og virkni stjórnsýslu sveitarfélagsins og starfsmannamálum
- Náið samstarf við sveitarstjórn, undirbúningur og upplýsingagjöf á fundum sveitarstjórnar og byggðaráðs
- Annast upplýsingamiðlun og samskipti við samstarfsaðila, stofnanir, samtök, fyrirtæki og íbúa
- Að gæta hagsmuna Dalabyggðar út á við, vera talsmaður sveitarstjórnar og vinna að framfaramálum
- Stefnumarkandi vinna og mótun framtíðarsýnar í ólíkum málaflokkum
Menntunar- og hæfniskröfur
- Háskólamenntun sem nýtist í starfinu
- Reynsla af stjórnun, rekstri og bókhaldi
- Áhugi á og reynsla af eflingu atvinnulífs til að stuðla að vexti samfélagsins
- Reynsla af kynningar- og ímyndarmálum sem og stefnumótun
- Framúrskarandi hæfni í mannlegum samskiptum
- Leiðtogahæfni, frumkvæði og hugmyndaauðgi
- Hæfni til að tjá sig í ræðu og riti
- Þekkja vel og hafa reynslu af lögum og reglugerðum í opinberri stjórnsýslu
- Reynsla af störfum á sveitarstjórnarstigi er æskileg en ekki skilyrði
Upplýsingar veitir Geirlaug Jóhannsdóttir, geirlaug @hagvangur.is.
Umsóknir óskast fylltar út á www.hagvangur.is.
Umsóknarfrestur er til og með 9. júlí nk.
Umsóknum skal fylgja ítarleg ferilskrá og kynningarbréf.