Sveitarstjórn Dalabyggðar 170. fundur

DalabyggðFréttir

170. fundur Sveitarstjórnar Dalabyggðar verður haldinn í stjórnsýsluhúsinu í Búðardal, fimmtudaginn 17. janúar 2019 og hefst kl. 16.

Dagskrá

Almenn mál

1. Íbúaþing
Tillaga um undirbúning og tímasetningu íbúaþings.
2. Beiðni um tilnefningu fulltrúa í vatnasvæðanefnd
Úr fundargerð 89. fundar umhverfis- og skipulagsnefndar frá 11.01.2019:
Ósk um tilnefningu fulltrúa í vatnasvæðanefnd – 1812026
Umhverfis- og skipulagsnefnd leggur til að Ragnheiður Pálsdóttir og Kristján Ingi Arnarsson verði tilnefnd sem fulltrúar Dalabyggðar í vatnasvæðanefnd.
3. Fjallskil 2018
Sveitarstjórn staðfesti álagningarseðla og fundargerðir fjallskiladeilda í Dalabyggð á fundi sínum 26.11.2018. Fundargerðir frá fjallskiladeild Suðurdala höfðu þá ekki borist en eru nú lagðar fram til afgreiðslu.
4. Störf hjá Dalabyggð undanþegin verkfallsheimild
Tillaga að lista yfir störf hjá Dalabyggð sem eru undanþegin verkfallsheimild.
Haft hefur verið samráð við stéttarfélög í samræmi við lög nr. 94/1986 um kjarasamninga opinberra starfsmanna.
5. Fyrirspurn um breytingar á fjárhagsáætlun 2016.
Lagt fram bréf frá samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytinu frá 12.12.2018 þar sem ráðuneytið veitir Dalabyggð áminningu vegna þess að sveitarfélagið hafi ekki svarað erindi vegna misræmis milli innsendra fjárhagsáætlana fyrir 2016 og ársreiknings sama árs.
Erindi ráðuneytisins var svarað 27.12.2018.
6. Tjaldsvæðið Búðardal
Frá 7. fundi atvinnumálanefndar Dalabyggðar 08.01.2019:
Tjaldsvæðið Búðardal – 1804010
Nefndin leggur til að sveitarfélagið bjóði út rekstur tjaldsvæðisins í samræmi við fyrirliggjandi forsendur. Reksturinn verði boðinn út til þriggja ára, með möguleika á framlengingu í allt að tvö ár. Að þeim tíma liðnum verði auglýst að nýju.
7. 1804009 – Eiríksstaðir
Frá 7. fundi atvinnumálanefndar Dalabyggðar 08.01.2019:
Eiríksstaðir 2018 – 1804009
Nefndin leggur til að sveitarfélagið bjóði út rekstur Eiríksstaða í samræmi við fyrirliggjandi forsendur. Reksturinn verði boðinn út til þriggja ára, með möguleika á framlengingu í allt að tvö ár. Að þeim tíma liðnum verði auglýst að nýju.
8. Laugar í Sælingsdal, staða og framtíð
9. Ráðning slökkviliðsstjóra
Auglýsing eftir slökkviliðsstjóra kynnt.
10. Embætti skipulags- og byggingarfulltrúa
Lagðar fram starfslýsingar skipulagsfulltrúa og byggingarfulltrúa ásamt drögum að fyrirkomulagi á kostnaðarskiptingu.
11. Uppsetning skiltis á graseyju við hús Vínbúðarinnar
Úr fundargerð 89. fundar umhverfis- og skipulagsnefndar frá 11.01.2019:
Uppsetning skiltis á graseyju við hús Vínbúðarinnar – 1812023
KM þjónustan ehf. sækir um að setja niður skilti á graseyju við Vesturbraut 15 til að auglýsa verslanir og þjónustu beggja megin götunnar.
Samþykkt með fyrirvara um umsögn/leyfi Vegagerðarinnar um nánari staðsetningu.
12. Umsókn um skráningu nýrra landeigna – Lambabrekka
Úr fundargerð 89. fundar umhverfis- og skipulagsnefndar frá 11.01.2019:
Umsókn um skráningu nýrra landeigna – Lambabrekka – 1810006
Áður hefur stofnun lóðar Lambabrekku úr Ytri-Hrafnabjörg verið samþykkt. Landeigandi sækir jafnframt um að gerð verði landskipti fyrir lóðina.
Landskipti lóðar samþykkt samhljóða.
13. Umsókn um stofnun lóðar – Dunkur
Úr fundargerð 89. fundar umhverfis- og skipulagsnefndar frá 11.01.2019:
Umsókn um stofnun lóðar – Dunkur – 1901009
Kjartan Jónsson sækir um að stofna lóð um íbúðarhús í landi Dunks í Hörðudal.
Stofnun lóðar samþykkt með fyrirvara um umsögn Vegagerðarinnar vegna fjarlægðar lóðarmarka frá vegi.
14. Umsókn um stofnun lóðar – Geirshlíð
Úr fundargerð 89. fundar umhverfis- og skipulagsnefndar frá 11.01.2019:
Umsókn um stofnun lóðar – Geirshlíð – 1901010
Guðmundur Freyr Geirsson sækir um að stofna og gera landskipti fyrir lóð í landi Geirshlíðar í Hörðudal.
Stofnun lóðar og landskipti samþykkt samhljóða.
15. Umsókn um stofnun lóðar – Bolabrekka úr Fremri-Hrafnabjörgum
Úr fundargerð 89. fundar umhverfis- og skipulagsnefndar frá 11.01.2019:
Umsókn um stofnun lóðar – Bolabrekka úr Fremri-Hrafnabjörgum – 1901011
Þorsteinn Einarsson sækir um að stofna og gera landskipti fyrir sumarhúsalóð úr landi Fremri-Hrafnabjarga í Hörðudal.
Stofnun og landskipti lóðar samþykkt samhljóða.
Bent er á að lóðin er á fyrirhuguðu skógræktarsvæði.
16. Aldurstakmark á dansleiki og skemmtanir í húsnæði Dalabyggðar
17. Rekstur Silfurtúns
Úr fundargerð 20. fundar stjórnar Dvalar- og hjúkrunarheimilisins Silfurtúns frá 14.01.2019:
Rekstur Silfurtúns – 1603013
Rekstrarstaða og framtíðarhorfur,
Stjórn Silfurtúns leggur til við sveitarstjórn að óskað verði eftir fundi með heilbrigðisráðherra til að ræða leiðir til að leysa rekstrarvanda hjúkrunarheimilisins.

Almenn mál – umsagnir og vísanir

18. Velferðarstefna Vesturlands
Velferðarstefna Vesturlands lögð fram til umsagnar.
Úr fundargerð 20. fundar stjórnar Dvalar- og hjúkrunarheimilisins Silfurtúns frá 14.01.2019:
Velferðarstefna Vesturlands – 1901012
Velferðarstefna Vesturlands lögð fram til umsagnar.
Stefnan jákvæð en þarf að fjalla ákveðnar um framtíðarhorfur í þjónustu við aldraða. Einnig þarf stefnan að taka á stöðu fólks af erlendu bergi brotið.
19. Tækifærisleyfi vegna þorrablóts í Dalabúð 26.1.2019
Sýslumaðurinn á Vesturlandi óskar eftir umsögn Dalabyggðar vegna umsóknar um tækifærisleyfi vegna þorrablóts 26.01.2019.
20. Tækifærisleyfi vegna þorrablóts í Tjarnarlundi 2.2.2019
Sýslumaðurinn á Vesturlandi óskar eftir umsögn Dalabyggðar vegna umsóknar um tækifærisleyfi vegna þorrablóts 02.02.2019.
21. Tækifærisleyfi vegna þorrablóts í Árbliki 9.2.2019
Sýslumaðurinn á Vesturlandi óskar eftir umsögn Dalabyggðar vegna umsóknar um tækifærisleyfi vegna þorrablóts 09.02.2019.
22. Tækifærisleyfi vegna þorrablóts á Staðarfelli 16.2.2019
Sýslumaðurinn á Vesturlandi óskar eftir umsögn Dalabyggðar vegna umsóknar um tækifærisleyfi vegna þorrablóts 16.02.2019.
23. Endurskoðun kosningalaga
Hinn 24. október 2018 skipaði forseti Alþingis starfshóp um endurskoðun kosningalaga. Miðað er við að starfshópurinn skili tillögum sínum í formi lagafrumvarps 1. desember 2019.
Á fyrstu stigum vinnunnar er sérstaklega óskað eftir athugasemdum við þá hugmynd að sett verði heildarlöggjöf um framkvæmd kosninga. Á síðari stigum verður óskað eftir athugasemdum við frumvarpsdrög starfshópsins áður en tillögum hópsins verður skilað til Alþingis.
24. 1901007 – Umsagnarbeiðni – Kolsstaðir
Embætti sýslumannsins á Vesturlandi hefur borist umsókn Kraftaverk, Iceland hot spot ehf kt.500102-4460 um rekstrarleyfi til reksturs gististaðar í flokki II, frístundahús, sem rekið er sem Kolsstaðir að Kolsstöðum (F2118713), 371 Búðardalur.
Úr fundargerð 89. fundar umhverfis- og skipulagsnefndar frá 11.01.2019:
Umsagnarbeiðni – Kolsstaðir – 1901007
Embætti sýslumannsins á Vesturlandi hefur borist umsókn Kraftaverk, Iceland hot spot ehf kt.500102-4460 um rekstrarleyfi til reksturs gististaðar í flokki II, frístundahús, sem rekið er sem Kolsstaðir að Kolsstöðum (F2118713), 371 Búðardalur.
Hjálagt fylgir umsóknin ásamt teikningu og umsagnarbeiðni.
Hér með er óskað umsagna frá viðtakendum þessa pósts.
Nefndin gerir ekki athugasemd við að rekstrarleyfið verði veitt.

Fundargerðir til staðfestingar

25. Byggðarráð Dalabyggðar – 216
26. Atvinnumálanefnd Dalabyggðar – 7
27. Fundargerðir Eiríksstaðanefndar 2018
28. Umhverfis- og skipulagsnefnd Dalabyggðar – 89
29. Stjórn Dvalar- og hjúkrunarheimilisins Silfurtúns – 20

Fundargerðir til kynningar

30. Aðalfundur Menningar- og framfarasjóð Dalasýslu 2018
Fundargerð aðalfundar 2018 og ársreikningur 2017. Lagt fram til kynningar.
31. Fundargerðir Sambands íslenskra sveitarfélaga 2018
Fundargerð stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga frá 14.12.2018 lögð fram til kynningar.
32. Dalaveitur – fundargerðir stjórnar 2018
Fundargerðir 13. og 14. fundar Dalaveitna ehf. lagðar fram til kynningar.

Mál til kynningar

33. Ný reglugerð um Jöfnunarsjóð sveitarfélaga
Ný reglugerð um Jöfnunarsjóð sveitarfélaga lögð fram til kynningar. Dalabyggð sendi umsögn um reglugerðina á meðan hún var til kynningar.
34. Endurskoðunarbréf 2019
Endurskoðunarbréf 2019 lagt fram til kynningar.
35. Fjárhagsáætlun HeV 2019
Bréf frá Heilbrigðiseftirliti Vesturlands og upplýsingar um greiðslur sveitarfélaga á árinu 2019.
36. Skýrsla frá sveitarstjóra.
Minnisblað sveitarstjóra lagt fram.

 

14.1.2019

Kristján Sturluson, sveitarstjóri

  • Var efni síðunnar hjálplegt?
  • Nei