Sveitarstjórnarkosningar 2018

DalabyggðFréttir

Framboðsfrestur vegna sveitarstjórnarkosninganna þann 26. maí rann út kl. 12 á hádegi laugardaginn 5. maí. Engir framboðslistar bárust kjörstjórn fyrir þann tíma og verða því óbundnar kosningar (persónukjör) í Dalabyggð í sveitarstjórnarkosningunum 26. maí næstkomandi.

Allir kjósendur sveitarfélagsins verða því í kjöri, nema þeir sem löglega eru undanþegnir skyldu til að taka kjöri.

Tvær beiðnir um undanþágu bárust kjörstjórn. Frá Höllu Sigríði Steinólfsdóttur í Ytri-Fagradal og Ingveldi Guðmundsdóttur í Stórholti. Báðar hafa þær setið í sveitarstjórn í 12 ár og uppfylla því skilyrði. Þá hefur Jóhannes Haukur Hauksson einnig skorast undan setu í sveitarstjórn.

Óski fleiri að vera undanþegnir skyldu að taka sæti í sveitarstjórn skulu þeir hafa samband við Svein Gestsson formann kjörstjórnar, netfangið er staðarfell@centrum.is.

 

Kjörstjórn Dalabyggðar

  • Sveitarstjórnarkosningar 2018
  • Var efni síðunnar hjálplegt?
  • Nei