Kjörfundur vegna sveitarstjórnarkosninga í Dalabyggð verður í Dalabúð laugardaginn 14. maí 2022 kl. 10-20.
Í Dalabyggð verða óbundnar kosningar (persónukjör). Allir kjósendur eru því í kjöri. Löglega undanþegnir skyldu til að taka kjöri og hafa fyrirfram skorast undan kjöri eru þeir sem áður hafa setið í sveitarstjórn. Halla Sigríður Steinólfsdóttir í Ytri-Fagradal skorast undan að taka kjöri.
Kjörskrá fyrir Dalabyggð vegna sveitarstjórnarkosninga liggur frammi til kjördags á skrifstofu Dalabyggðar, Miðbraut 11 í Búðardal, mánudaga – föstudaga kl. 9:00 – 13:00.
Skrifa skal nöfn og heimili 7 aðalmanna og 7 varamanna. Atkvæði telst gilt þó sleppt sé sé fornafni, eftirnafni eða heimilisfangi ef greinilegt er eftir sem áður við hvern er átt. Auðar línur á kjörseðli ógilda ekki greidd atkvæði.
Kjósandi á rétt til aðstoðar við atkvæðagreiðsluna. Aðstoð skal veitt af þeim úr kjörstjórn sem kjósandi tilnefnir eða aðstoðarmanni sem fylgir kjósanda á kjörstað. Aðstoðarmanni kjósanda er óheimilt að gerast aðstoðarmaður fleiri en þriggja kjósenda við sömu kosningar.
Óski kjörstjórn þess, ber kjósanda að framvísa persónuskilríkum á kjörstað.
Talning atkvæða fer fram í stjórnsýsluhúsinu (fundarsal á annarri hæð) og hefst um kl. 20:30.
Kjörstjórn Dalabyggðar