Ráðstefna um þéttbýlin á Vesturland verður fimmtudaginn 17. nóvember kl. 13-17. Fyrir ráðstefnunni standa Menningarráð Vesturlands, Landbúnaðarháskólinn á Hvanneyri og Háskólinn á Bifröst.
Ráðstefnustjórar verða Ragnar Frank Kristjánsson og Halla Sigríður Steinólfsdóttir fulltrúar í Menningarráði Vesturlands.
Dagskrá
Kl. 13:00 Ávarp. Ágúst Sigurðsson rektor LbhÍ
Kl. 13:05 Setning. Jón Pálmi Pálsson formaður Menningarráðs Vesturlands.
Kl. 13:10 (Há)skóli framtíðarinnar. Jón Torfi Jónasson prófessor og forseti Menntavísindasviðs HÍ.
Kl. 13:30 Stefnumótun háskóla í ljósi sögu og nærumhverfis. Jón Ólafsson aðstoðarrektor Háskólans í Bifröst.
Kl. 13:50 Felast tækifæri í nálægð við háskóla? Auður Sveinsdóttir landslagsarkitekt og dósent við umhverfisskipulagsbraut LbhÍ.
Kl. 14:10 Atvinnulíf og hafnir – fortíð og framtíð. Vífill Karlsson ráðgjafi SSV.
Kl. 14:25 Kaffi
Kl. 15:00 Ó-skipulag Ó-menning. Hvað sér ferðamaðurinn á Vesturlandi? Rósa Björk Halldórsdóttir framkvæmdastjóri markaðsstofu Vesturlands.
Kl. 15:20 Glöggt er gests augað. Staðarandi þéttbýlisstaða á Vesturlandi. Helena Guttormsdóttir myndlistamaður og aðjúnkt LbhÍ og Hrafnkell Proppé skipulagsfræðingur og stundakennari LbhÍ.
Kl. 15:40 Sérstaða lítilla samfélaga. Preben Skaarup landslagsarkitekt. Preben rekur teiknistofu í Árósum í Danmörku og hefur unnið að mörgum verkefnum innan sem utanlands. Hann hefur kennt við Arkitektaháskólann í Árósum og var þar m.a. deildarforseti landslagsarkitektadeildarinnar. Á undanförnum árum hefur hann unnið til fjölda verðlauna fyrir verk sín.
Kl. 16:20 Veitingar.