
Verkefnið snýst um að móta stefnu um þróun svæðisins til framtíðar. Sú stefna þarf að eiga fótfestu í reynslu íbúa og sýn á svæðið, auðlindir þess og tækifæri. Sjá nánar um verkefnið á vefnum samtakamattur.is.
Á fundinum verða kynntar mögulegar áherslur við að styrkja ímynd svæðisins og við að þróa meginatvinnugreinar, en þær byggja á ýmsum gögnum um svæðið, hugmyndum og sjónarmiðum sem komu fram á opnum fundi í Tjarnarlundi í lok apríl sl. Áherslurnar verða ræddar og fundarmenn taka síðan þátt í að setja fram tillögur um ferðaleiðir og áfangastaði.
Svæðisskipulagsnefnd hvetur alla sem hafa áhuga á framtíð svæðisins að koma á fundinn, kynna sér vinnuna og ræða tækifærin til að nýta auðlindir og sérkenni svæðisins til eflingar atvinnulífs og byggðar.
Vinsamlegast skráið þátttöku hjá Matthildi Kr. Elmarsdóttur hjá Alta á netfangið matthildur@alta.is eða í síma 582 5000, fyrir mánudaginn 5. september. Vegna veitinga á fundinum og skipulags hópavinnu er nauðsynlegt að skrá sig.
Svæðisskipulagsnefnd Dalabyggðar,
Reykhólahrepps og Strandabyggðar