Dalabyggð óskar eftir tilboðum í verkið „Fráveita í Búðardal – landlagnir“.
Það felur í sér lagningu um 380 metra af skólplögnum, ásamt tveimur brunnum og tengingum við eldri útrásir.
Kynningarfundur verður haldinn föstudaginn 15.maí kl.13 á skrifstofu Dalabyggðar að Miðbraut 11, 370 Búðardal.
Útboðsgögn verða send rafrænt í tölvupósti. Senda skal ósk um útboðsgögn á netfangið kristjan@dalir.is
Fyrirspurnir skulu berast í síðasta lagi mánudaginn 18.maí n.k.
Tilboðum skal skila á skrifstofu Dalabyggðar fyrir kl.11 föstudaginn 22.maí, en þá verða þau opnuð að viðstöddum þeim bjóðendum sem þess óska.