Tæknileg villa í gögnum og útgáfu reikninga hjá Rarik varð til þess að margir viðskiptavinir okkar í Búðardal fengu á dögunum allt að tvöfalda hitaveitu reikninga á gjaldaga 1. september 2025.
Við viljum biðjast velvirðingar á þessum mistökum og vinnum nú að því að greina villuna og bakfæra og leiðrétta þessa reikningana.
Til að flýta fyrir leiðréttingu þá geta viðskiptavinir hringt eða sent inn nýjan álestur af hitaveitu mælinum.
Ef einhverjar spurningar vakna vegna þessa má fá svör hjá þjónustuveri okkar í gegnum netfangið rarik@rarik.is eða hringja í síma 528 9000.
– Rarik