Tilraunalandið verður í Dölunum næsta mánudag, 5.júlí, við Leifsbúð í Búðardal.
Tilraunalandið – hvað er það?
Norræna húsið og Háskóli Íslands standa í sameiningu að verkefninu Tilraunalandi sem er vísindasýning fyrir börn og unglinga. Allir aldurshópar hafa gaman af sýningunni og hentar hún sérstaklega aldursbilinu 7 til 16.
Sýningin er lifandi og gagnvirk og inniheldur ýmsar tilraunir og leiktæki þar sem vísindin eru kynnt á óvenjulegan og skemmtilegan hátt með virkri þátttöku gesta. Hefur hún vakið mikla lukku enda sannkölluð fróðleiksnáma fyrir unga sem aldna.
Enginn aðgangseyrir er að sýningunni. Það eina sem þarf að hafa með í farteskinu er fróðleiksþorstinn og ímynduraflið.
Sýningin verður við Leifsbúð nk. mánudag, frá kl. 12 til 18. Allir velkomnir, ungir sem aldnir.
Norræna húsið og Háskóli Íslands standa í sameiningu að verkefninu Tilraunalandi sem er vísindasýning fyrir börn og unglinga. Allir aldurshópar hafa gaman af sýningunni og hentar hún sérstaklega aldursbilinu 7 til 16.
Sýningin er lifandi og gagnvirk og inniheldur ýmsar tilraunir og leiktæki þar sem vísindin eru kynnt á óvenjulegan og skemmtilegan hátt með virkri þátttöku gesta. Hefur hún vakið mikla lukku enda sannkölluð fróðleiksnáma fyrir unga sem aldna.
Enginn aðgangseyrir er að sýningunni. Það eina sem þarf að hafa með í farteskinu er fróðleiksþorstinn og ímynduraflið.
Sýningin verður við Leifsbúð nk. mánudag, frá kl. 12 til 18. Allir velkomnir, ungir sem aldnir.
Menningar- og ferðamálanefnd Dalabyggðar