Nú er komið að því að útbúa “Tómstundabækling” fyrir vorönn 2010 í Dalabyggð.
Þeir sem vilja auglýsa í bæklingnum, námskeið og/eða atburð geta sent mér auglýsingu eða haft samband við mig.
Ég óska eindregið eftir því að allir sem verða með námskeið eða atburði sendi inn svo að við séum með framboðið á einum stað.
SKILAFRESTUR 21. DESEMBER.
Bæklingurinn fer í póst fljótlega eftir áramót eða í fyrstu skólaviku.
Það sem þarf að koma fram:
1. Heiti námskeiðs/atburðar
2. Stutt lýsing á námskeiði/atburði
3. Heiti kennara/þjálfara
4. Staðsetning
5. Tímabil námskeiðs/atburðar (dæmi: 10. janúar – 4. júní)
6. Dagar sem námskeiðið fer fram (dæmi: þriðjudagar)
7. Tími (dæmi: 16:00 – 17:00)
8. Verð
9. Ef það þarf að skrá sig þá upplýsingar um þann aðila sem skráð er hjá.
10. Ef ykkar námskeið innihalda helgaratburði svo sem ferðalög, ferðir á mót, mótahald eða slíkt væri mjög gott að fá þær dagsetningar líka.
11. Endilega sendið mynd með, ég get líka fundið myndir ef þið óskið þess.
SKILAFRESTUR 21. DESEMBER 2009
Bestu kveðjur,
Svala Svavarsdóttir
Formaður fræðslunefndar
budardalur@simnet.is
budardalur@simnet.is